Árið 2012 var efnt var til þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem kjósendur voru spurðir hvort þeir vildu að tillögur stjórnlagaráðs yrðu "lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá".

Navid Kermani er þýskur rithöfundur, hugsuður og fræðimaður. Hann er af írönsku bergi brotinn, trúaður múslimi en alinn upp í borginni Siegen innan um kristna prótestanta. Margoft hefur Kermani unnið til viðurkenninga fyrir ritstörf sín, fræðimennsku og framlag sitt til samræðunnar á milli kristni og íslam.

Í fyrrasumar gekk ég af Staðarheiðinni niður í Grunnavík í Jökulfjörðum. Kirkjan á Stað var fyrsta húsið sem mætti mér. Þar stóð hún undir djúpbláum himni og horfði út á heiðblátt Djúpið. Auðsýnilega naut hún góðrar umhirðu og umhyggju þótt ekki hafi hún verið sóknarkirkja síðustu rúmu hálfu öldina.

Reykjavíkurflugvöllur hefur lengi verið stórt bitbein í íslenskri þjóðmálaumræðu. Menn hafa hnakkrifist um hann í heitum pottum vítt og breitt um landið, völlurinn hefur hleypt upp friðsælum fermingarveislum, fluttar hafa verið um hann langar og heitar ræður úr ræðustól Alþingis auk þess sem skrifaðar hafa verið margir kílómetrar af greinum um...

Bænin

05/18/2020

Það er notalegt að vita af því að einhver hugsi til manns. Sé fjarlægur vinur í vanda er líka gott að geta þó að minnsta kosti sent honum hlýja strauma. Þetta skynjum við skýrt í samkomu- og heimsóknabanni. Þegar handabönd, faðmlög og kossar eru forboðin snertumst við með fallegum hugsunum og fyrirbænum.

Fórnin

04/13/2020

Í fréttum síðustu daga og vikna hefur komið fram hversu gífurlega og erfiða vinnu heibrigðisstéttir hafa lagt á sig í kórónafaraldrinum. Margir hafa unnið myrkranna á milli og stofnað heilsu sinni og jafnvel lífi í hættu. Ekki einungis þau sem eru í fremstu víglínu hafa þurft að leggja hart að sér. Fleiri starfsstéttir hafa unnið baki brotnu og...

Ég var fyrsta barnabarn ömmu Emelíu og afa Svavars og borðaði stundum hjá þeim í hádeginu á sunnudögum. Þau áttu heima á Eyrinni, í Norðurgötunni, fegurstu götu veraldar. Aldrei gleymi ég þessum sunnudagsmáltíðum, hvorki félagsskapnum né matnum sem amma eldaði. Kubbasteik í brúnni sósu var einstakt sælgæti og hrossagúllas með kartöflustöppu...

Samkomubann

03/15/2020

Nú á miðnætti verður samkomubann með öllum þeim afleiðingum sem fylgja slíkum takmörkunum á samskiptum manna.

Í Sovétríkjunum sálugu réð flokkur kommúnista öllu eins og í öðrum alræðisríkjum, þar á meðal fjölmiðlunum. Stjórnvöld miðluðu fréttum og öðrum skilaboðum til almennings í opinberu dagblaði sínu, Pravda, sem þýðir sannleikur. Til þess að finna sannleikann var með öðrum orðum nóg að lesa Prövdu. Þar var hinn eina sannleik að finna og því ekki þörf á...

Þýsk fjölmiðlaumræða er á margan hátt frábrugðin íslenskri. Þar er til dæmis ekki óalgengt að fólk sé kallað til þátttöku sem býr yfir sérfræðikunnáttu á umfjöllunarefnunum eða hefur reynslu af þeim. Þótt Þjóðverjar séu mörgum sinnum fleiri en Íslendingar er það ennfremur sláandi hversu miklu meiri fjölbreytni er í vali á viðmælendum þar en hér. Í...

Þann 1. desember árið 1902 kom út 3. tölublað 1. árgangs bæjarblaðsins Gjallarhorns á Akureyri. Efnið var fjölbreytt þótt ekki væri það nema fjórar síður: þar var rituð innblásin grein gegn hvalveiðum, sagt frá húsbruna á Húsavík og boðuð frumsýning leikfélags staðarins á verkinu Drengurinn minn. "Margir af leikendunum er sagt að muni leika mjög...

Madeleine Albright var utanríkisráðherra Bandaríkjanna í forsetatíð Clintons og fyrsta konan til að gegna því embætti. Nú er hún fræðimaður og kennir alþjóðasamskipti við bandarískan háskóla. Í fyrra sendi hún frá sér bókina Fascism. A Warning. Þar fjallar hún m. a. um söguglegar birtingarmyndir fasismans. Hann var áberandi á síðustu öld í okkar...

Mannlýsingar fyrri tíma eru margar hverjar settar saman af mikilli hugkvæmni, smekkvísi og andagift. Iðulega er ýmislegt þar á milli lína og því fleira sagt en í letur er fært. Gætum við sem höfum atvinnu af því að rita eftirmæli um fólk margt lært af þessum gömlu rithöfundum. Fátt geri ég skemmtilegra en að lesa vel samdar lýsingar á manneskjum....

Ástin drepur

08/30/2019

Ástin er sterkt afl. Hún stjórnar miklu og kemur ýmsu til leiðar. Hún hefur ýmist orðið til hinnar mestu hamingju eða valdið sárum þjáningum. Ástin getur verið það öflugt fyrirbæri í lífi manna að hún tekur af þeim stjórnina yfir því. Sterkustu persónuleikar, konur jafnt sem karlar, geta orðið viljalausir og stefnulausir í kröftugum hrömmum...

Þessa dagana er mikið er um að vera á landinu okkar. Hérna fyrir norðan bjóða Dalvíkingar til hins árlega Fiskidags af mikill rausn. Frammi í firði er efnt til heilmikillar handverkshátíðar. Þá standa ennfremur yfir Hinsegin dagar og fyrir sunnan halda samtök grænkera á Íslandi Veganhátíð.

Ég skil ekki alveg hvaða voði steðjar að þótt ekki sé hægt að kaupa lambahryggi í hverri einustu verslun á Íslandi nokkrar vikur á árinu.

Tjáningarfrelsið gefur mér rétt til að segja hvað mér finnst. Margir taka það á orðinu og segja allt sem þeim í huga býr. Útbreiða lygar og svívirðingar um fólk.

Í Mauritshuis í Den Haag er eitt af frægari málverkum hollenskrar myndlistar, Stúlkan með perlueyrnalokkinn eftir Johannes Vermeer (1632 - 1675).

Konan mín settist á móti mér og horfði á mig tárvotum augum. Bænin var sögð svo lágum rómi að hún hljómaði sem skipun:

Nýverið fann ég til í lærinu og fór til læknis. Hann skoðaði umræddan líkamshluta en fann ekkert athugavert svo ég blimskakkaði á hann augum og spurði hvort ekki gæti hugsanlega verið um ofþjálfun að ræða.

Á degi kirkjutónlistarinnar sótti ég tónleika eyfirskra kirkjukóra í Akureyrarkirkju. Þar fluttu kórar úr firðinum tónlist sína. Mikinn fjársjóð eigum við Eyfirðingar í öllu þessu áhugasama kórfólki og hinum frábæru stjórnendum þess. Sá fjársjóður er ekki bara mikilvægur kirkju- og trúarlífi hér á svæðinu heldur ómetanlegt framlag til...

Á Íslandi er oft kvartað undan því að stjórnmálafólk sé tregt til að segja af sér. Ein sérkenni íslenskrar stjórnmálamenningar eru sögð þau, að þar séu afsagnir afar fátíðar miðað við það sem tíðkast í nágrannalöndum. Hér hangi valdafólk á embættum eins og hundur á roði.

Sumarið 1974 gáfu hjónin Guðmundur Jörundsson, útgerðarmaður, og eiginkona hans, Marta Sveinsdóttir, Akureyringum listaverkið "Harpa bænarinnar" eftir Ásmund Sveinsson, myndhöggvara.

Konan mín er alltaf að týna bíllyklunum sínum. Þess vegna gaf ég henni einu sinni í jólagjöf lyklakippu sem hægt er að forrita þannig, að hún þekkir rödd eigandans og svarar þá með klingjandi bjölluhljómi.

"Ég er nóg" virðist auðskilin staðhæfing þótt hún sé margbrotin. Hana má skilja sem yfirlýsingu um friðhelgi mannlegrar reisnar enda er það inntak mannréttinda, að hver einasta manneskja hafi sitt gildi og allir eigi "rétt til lífs, frelsis og mannhelgi" eins og það er orðað í Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna.

Í fjölmiðlum og á netinu hafa orðið allnokkrar umræður um áramótaskaupið á RÚV eins og venjan er um þetta leyti árs. Eru skiptar skoðanir um ágæti þess og umræðan um þennan sjónvarpsþátt oft mjög lífleg. Það sýnir að þjóðinni er ekki sama um hvernig til tekst með skaupið enda er á mörgum heimilum fastur liður í dagskrá gamlárskvölds að fjölskyldan...

Fyrir nokkrum dögum flutti Ríkisútvarpið landsmönnum þau sorgartíðindi að Rannsóknarsetur verslunarinnar ætlaði ekki að velja jólagjöf ársins eins og það hefur gert undanfarin ár. Síðast urðu þráðlausir hátalarar fyrir valinu.

Menningararfur okkar heimshluta er fullur af tilvísunum í Biblíuna og kristna trú. Börn sem ekkert læra um þann veigamikla hluta vestrænna menningar kunna ekki að lesa menningu sína og skilja ekki stóran hluta bókmennta hennar, tónlistar, leiklistar og myndlistar. Þegar tekin er þegjandi ákvörðun um að hætta fræðslu um kristni í íslenska...

Mörg undanfarin ár hef ég stundað líkamsræktarstöð hér í bæ, hlaupið á brettum og lyft lóðum eða jafnvel tekið harðaspretti á brettunum með lóðin í orrustunum við aukakílóin alræmdu.