Einhverja albestu máltíð lífs míns fékk ég á veitingastaðnum Da Baffone í Umbriahéraði á Ítalíu. Ég kom þangað fyrir mörgum árum með nokkrum göngufélögum, ítölskum og hollenskum. Við gengum yfir fjöllin frá nágrannahéraðinu Marche í miklum svækjuhita. Ég var bæði þyrstur og svangur þegar veitingastaðurinn birtist í skógarjaðrinum. Engin önnur...

Dolce far niente nota Ítalir um þá list að kunna að gera ekki neitt án þess að skammast sín fyrir það. Hið ljúfa iðjuleysi þykir kannski skrýtin dyggð í löndum þar sem vinnusemi er í miklum metum en letin talin þjóðarmein.

Skírnarfontur Akureyrarkirkju er einn merkasti gripur í hennar eigu. Hann er nákvæm eftirmynd skírnarengils Bertels Thorvaldsens í Frúarkirkju í Kaupmannahöfn. Bertel eða Albert Thorvaldsen (1770 - 1844) var virtasti myndhöggvari Danmerkur og þjóðhetja en hann starfaði um árabil í Róm. Nokkrar eftirmyndir eru til af frummynd Thorvaldsens af...

Mikil umræða hefur átt sér stað vegna leitar lögreglu að strokufanga. Tvisvar á stuttum tíma greip hún til aðgerða gegn sama manninum eftir hafa fengið ábendingar frá fólki. Sá hafði ekkert til saka unnið nema hafa svipaðan hörundslit og fanginn sem slapp frá laganna vörðum. Mér finnst sterkur rasískur litur á þessari ótrúlegu atburðarás hvort sem...

Ég skrifa pistla á óæðri enda hins akureysk-húsvíska Vikublaðs. Hér er sá nýjasti. Hann er í bundnu máli og ég birti hann hér í þeirri von að hann verði sem fyrst frekar sagnfræði en lýsing á viðblasandi veruleika.

Tengdafaðir minn, Björn Daníelsson, lést 27. september síðastliðinn. Samleið okkar var orðin löng. Ég var á táningsaldri þegar leiðir okkar lágu saman. Betri tengdaföður hefði ég ekki getað eignast. Hann var hlýr maður og bjartur, skemmtilegur, frábær sögumaður, greindur og margfróður, gestrisinn með afbrigðum og veitull á góð ráð. Útför hans var...

Samkvæmt nýlegri könnun Maskínu eru íslenskir kjósendur ekki mikið að velta fyrir sér aðild að Evrópusambandinu þegar þeir greiða atkvæði í kosningum til Alþingis næstu helgi. Langflestir eða tæplega 70% kjósenda telja heilbrigðiskerfið helsta kosningamálið, rúmlega 40% töldu það vera loftslags- og umhverfismál og einn þriðji þeirra segja efnahags-...

Ég hef verið að lesa bók eftir franska rithöfundinn og kvikmyndagerðarkonuna Caroline Fourest. Fourest er þekkt fyrir baráttu sína fyrir réttindum kvenna, samkynhneigðra og sekúlarisma. Lengi skrifaði hún pistla í franska skoptímaritið Charlie Hebdo.

Nú í vikunni las ég frétt um frægt fólk í íslenskum fjölmiðli þar sem sagt var frá því að fræga fólkið hefði skemmt sér í afmæli frægrar konu suður á Ítalíu. Ég kannaðist ekki við afmælisbarnið og ekki nema örfáa af þeim frægu afmælisgestum sem taldir voru upp í fréttinni. Mikið þjóðþrifaverk vinna blaðamenn landsins með því að halda almúganum...

Internetið er samskiptatækni sem á að auðvelda og hvetja okkur til samskipta. Það getur netið gert en jafnframt eru sífellt fleiri og skýrari vísbendingar um að það beini athygli okkar að okkur sjálfum, geri okkur sjálfhverfari, sjálfmiðaðri og einangraðri. Sé sú raunin má spyrja hvort heitið "samfélagsmiðlar" sé ekki algjört rangnefni á slíkri...

Kvödd hús

05/30/2021

Laugardagurinn 29. maí var dagur mikilla tímamóta. Hann hófst með héraðsfundi Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmis í Laugaborg í Eyjafjarðarsveit. Fundurinn samþykkti að hætta rekstri kirkjumiðstöðvarinnar á Vestmannsvatni. Verður landinu skilað til þeirra sem gáfu það kirkjunni á sínum tíma og fasteignirnar afhentar sömu aðilum endurgjaldslaust....

Bandaríski mannfræðingurinn Margaret Mead (1901-1978) var fumkvöðull í sínu fagi.

Í dag var jarðsungin frá Akureyrarkirkju Ragnheiður Aðalgunnur Kristinsdóttir, fædd árið 1929 í Jökulsárhlíð. Hún vann um árabil á sambýlum fatlaðra hér í bæ. Ragnheiður og eiginmaður hennar, Anton Kristinn Jónsson, eignuðust fimm börn, Reyni Heiðar, Jónu Kristínu, Ragnheiði, Arndísi og Börk.

Á hverjum einasta degi skella á okkur flóðbylgjur upplýsinga. Gagnamagnið er svo gífurlegt að við höfum enga möguleika á að meta eða gaumgæfa það sem við lesum, sjáum eða heyrum. Margt af því gerir okkur vísari, víkkar sjóndeildarhringinn og fær okkur til að sjá fyrirbæri og framvindu mála í nýju ljósi en í þessu flóðum er líka að finna...

Blaðagrein sem birtist í Fréttablaðinu fyrir síðustu jól hafði að geyma ýmis úrræði fyrir syrgjendur. Þau voru skynsamleg og hafa án efa komið sér vel fyrir þau sem halda jól í skugga sorgar. Fyrirsögnin var þó ef til vill ekki alveg í takti við efnið, "Góð ráð gegn sorg um jólin", og gat gefið til kynna, að í...

Jón Hjaltason, sagnfræðingur, skoðaði aðkomu sr. Matthíasar Jochumssonar að þjóðmálaumræðunni á þeim tíma þegar skáldpresturinn var ritstjóri Þjóðólfs. Ein niðurstaða þeirrar rannsóknar var, að ekki hafi verið háttur sr. Matthíasar að skattyrðast við menn og aðeins í örfáum undantekningartilfellum hafi hann vegið að nafngreindum einstaklingum í...

Fáir staðir eru mér kærari en kirkjugarðurinn á Naustahöfða. Þar hef ég átt ótalmargar kveðjustundir með syrgjendum. Sjálfur á ég ástvini sem hvíla í garðinum. Ungur var ég iðulega með afa mínum og nafna, Alfreð Jónssyni, í kartöflugörðunum hans í brattri brekkunni rétt neðan við kirkjugarðinn, að stinga upp, setja niður, reyta arfa eða taka upp....

Á jólasíðu Júlla (julli.is) fann ég skemmtilegar minningar Önnu Jóhannsdóttur, ömmu konunnar minnar. Anna, sem var yngst sex systkina, ólst upp í Brekkukoti í Svarfaðardal. Árið 1986 rifjaði hún upp bernskujólin sín í viðtali sem birtist í Bæjarpóstinum á Dalvík.

"Kirkjustæðið á Akureyri er hið fegursta, sem ég hefi séð, bæði hérlendis og erlendis. Kirkjan stendur á háhöfðanum og gnæfir yfir allan bæinn, og sést langt utan af Eyjafirði."

Árið 2012 var efnt var til þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem kjósendur voru spurðir hvort þeir vildu að tillögur stjórnlagaráðs yrðu "lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá".

Navid Kermani er þýskur rithöfundur, hugsuður og fræðimaður. Hann er af írönsku bergi brotinn, trúaður múslimi en alinn upp í borginni Siegen innan um kristna prótestanta. Margoft hefur Kermani unnið til viðurkenninga fyrir ritstörf sín, fræðimennsku og framlag sitt til samræðunnar á milli kristni og íslam.

Í fyrrasumar gekk ég af Staðarheiðinni niður í Grunnavík í Jökulfjörðum. Kirkjan á Stað var fyrsta húsið sem mætti mér. Þar stóð hún undir djúpbláum himni og horfði út á heiðblátt Djúpið. Auðsýnilega naut hún góðrar umhirðu og umhyggju þótt ekki hafi hún verið sóknarkirkja síðustu rúmu hálfu öldina.

Reykjavíkurflugvöllur hefur lengi verið stórt bitbein í íslenskri þjóðmálaumræðu. Menn hafa hnakkrifist um hann í heitum pottum vítt og breitt um landið, völlurinn hefur hleypt upp friðsælum fermingarveislum, fluttar hafa verið um hann langar og heitar ræður úr ræðustól Alþingis auk þess sem skrifaðar hafa verið margir kílómetrar af greinum um...

Bænin

05/18/2020

Það er notalegt að vita af því að einhver hugsi til manns. Sé fjarlægur vinur í vanda er líka gott að geta þó að minnsta kosti sent honum hlýja strauma. Þetta skynjum við skýrt í samkomu- og heimsóknabanni. Þegar handabönd, faðmlög og kossar eru forboðin snertumst við með fallegum hugsunum og fyrirbænum.

Fórnin

04/13/2020

Í fréttum síðustu daga og vikna hefur komið fram hversu gífurlega og erfiða vinnu heibrigðisstéttir hafa lagt á sig í kórónafaraldrinum. Margir hafa unnið myrkranna á milli og stofnað heilsu sinni og jafnvel lífi í hættu. Ekki einungis þau sem eru í fremstu víglínu hafa þurft að leggja hart að sér. Fleiri starfsstéttir hafa unnið baki brotnu og...

Ég var fyrsta barnabarn ömmu Emelíu og afa Svavars og borðaði stundum hjá þeim í hádeginu á sunnudögum. Þau áttu heima á Eyrinni, í Norðurgötunni, fegurstu götu veraldar. Aldrei gleymi ég þessum sunnudagsmáltíðum, hvorki félagsskapnum né matnum sem amma eldaði. Kubbasteik í brúnni sósu var einstakt sælgæti og hrossagúllas með kartöflustöppu...