Þjóðfélag
 

Mikil umræða hefur átt sér stað vegna leitar lögreglu að strokufanga. Tvisvar á stuttum tíma greip hún til aðgerða gegn sama manninum eftir hafa fengið ábendingar frá fólki. Sá hafði ekkert til saka unnið nema hafa svipaðan hörundslit og fanginn sem slapp frá laganna vörðum. Mér finnst sterkur rasískur litur á þessari ótrúlegu atburðarás hvort sem...

Samkvæmt nýlegri könnun Maskínu eru íslenskir kjósendur ekki mikið að velta fyrir sér aðild að Evrópusambandinu þegar þeir greiða atkvæði í kosningum til Alþingis næstu helgi. Langflestir eða tæplega 70% kjósenda telja heilbrigðiskerfið helsta kosningamálið, rúmlega 40% töldu það vera loftslags- og umhverfismál og einn þriðji þeirra segja efnahags-...

Ég hef verið að lesa bók eftir franska rithöfundinn og kvikmyndagerðarkonuna Caroline Fourest. Fourest er þekkt fyrir baráttu sína fyrir réttindum kvenna, samkynhneigðra og sekúlarisma. Lengi skrifaði hún pistla í franska skoptímaritið Charlie Hebdo.

Internetið er samskiptatækni sem á að auðvelda og hvetja okkur til samskipta. Það getur netið gert en jafnframt eru sífellt fleiri og skýrari vísbendingar um að það beini athygli okkar að okkur sjálfum, geri okkur sjálfhverfari, sjálfmiðaðri og einangraðri. Sé sú raunin má spyrja hvort heitið "samfélagsmiðlar" sé ekki algjört rangnefni á slíkri...

Á hverjum einasta degi skella á okkur flóðbylgjur upplýsinga. Gagnamagnið er svo gífurlegt að við höfum enga möguleika á að meta eða gaumgæfa það sem við lesum, sjáum eða heyrum. Margt af því gerir okkur vísari, víkkar sjóndeildarhringinn og fær okkur til að sjá fyrirbæri og framvindu mála í nýju ljósi en í þessu flóðum er líka að finna...

Jón Hjaltason, sagnfræðingur, skoðaði aðkomu sr. Matthíasar Jochumssonar að þjóðmálaumræðunni á þeim tíma þegar skáldpresturinn var ritstjóri Þjóðólfs. Ein niðurstaða þeirrar rannsóknar var, að ekki hafi verið háttur sr. Matthíasar að skattyrðast við menn og aðeins í örfáum undantekningartilfellum hafi hann vegið að nafngreindum einstaklingum í...

Árið 2012 var efnt var til þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem kjósendur voru spurðir hvort þeir vildu að tillögur stjórnlagaráðs yrðu "lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá".

Reykjavíkurflugvöllur hefur lengi verið stórt bitbein í íslenskri þjóðmálaumræðu. Menn hafa hnakkrifist um hann í heitum pottum vítt og breitt um landið, völlurinn hefur hleypt upp friðsælum fermingarveislum, fluttar hafa verið um hann langar og heitar ræður úr ræðustól Alþingis auk þess sem skrifaðar hafa verið margir kílómetrar af greinum um...

Ég var fyrsta barnabarn ömmu Emelíu og afa Svavars og borðaði stundum hjá þeim í hádeginu á sunnudögum. Þau áttu heima á Eyrinni, í Norðurgötunni, fegurstu götu veraldar. Aldrei gleymi ég þessum sunnudagsmáltíðum, hvorki félagsskapnum né matnum sem amma eldaði. Kubbasteik í brúnni sósu var einstakt sælgæti og hrossagúllas með kartöflustöppu...

Samkomubann

03/15/2020

Nú á miðnætti verður samkomubann með öllum þeim afleiðingum sem fylgja slíkum takmörkunum á samskiptum manna.