Þjóðfélag
 

Í Sovétríkjunum sálugu réð flokkur kommúnista öllu eins og í öðrum alræðisríkjum, þar á meðal fjölmiðlunum. Stjórnvöld miðluðu fréttum og öðrum skilaboðum til almennings í opinberu dagblaði sínu, Pravda, sem þýðir sannleikur. Til þess að finna sannleikann var með öðrum orðum nóg að lesa Prövdu. Þar var hinn eina sannleik að finna og því ekki þörf á...

Þýsk fjölmiðlaumræða er á margan hátt frábrugðin íslenskri. Þar er til dæmis ekki óalgengt að fólk sé kallað til þátttöku sem býr yfir sérfræðikunnáttu á umfjöllunarefnunum eða hefur reynslu af þeim. Þótt Þjóðverjar séu mörgum sinnum fleiri en Íslendingar er það ennfremur sláandi hversu miklu meiri fjölbreytni er í vali á viðmælendum þar en hér. Í...

Madeleine Albright var utanríkisráðherra Bandaríkjanna í forsetatíð Clintons og fyrsta konan til að gegna því embætti. Nú er hún fræðimaður og kennir alþjóðasamskipti við bandarískan háskóla. Í fyrra sendi hún frá sér bókina Fascism. A Warning. Þar fjallar hún m. a. um söguglegar birtingarmyndir fasismans. Hann var áberandi á síðustu öld í okkar...

Ástin drepur

08/30/2019

Ástin er sterkt afl. Hún stjórnar miklu og kemur ýmsu til leiðar. Hún hefur ýmist orðið til hinnar mestu hamingju eða valdið sárum þjáningum. Ástin getur verið það öflugt fyrirbæri í lífi manna að hún tekur af þeim stjórnina yfir því. Sterkustu persónuleikar, konur jafnt sem karlar, geta orðið viljalausir og stefnulausir í kröftugum hrömmum...

Þessa dagana er mikið er um að vera á landinu okkar. Hérna fyrir norðan bjóða Dalvíkingar til hins árlega Fiskidags af mikill rausn. Frammi í firði er efnt til heilmikillar handverkshátíðar. Þá standa ennfremur yfir Hinsegin dagar og fyrir sunnan halda samtök grænkera á Íslandi Veganhátíð.

Tjáningarfrelsið gefur mér rétt til að segja hvað mér finnst. Margir taka það á orðinu og segja allt sem þeim í huga býr. Útbreiða lygar og svívirðingar um fólk.

Á Íslandi er oft kvartað undan því að stjórnmálafólk sé tregt til að segja af sér. Ein sérkenni íslenskrar stjórnmálamenningar eru sögð þau, að þar séu afsagnir afar fátíðar miðað við það sem tíðkast í nágrannalöndum. Hér hangi valdafólk á embættum eins og hundur á roði.

Sumarið 1974 gáfu hjónin Guðmundur Jörundsson, útgerðarmaður, og eiginkona hans, Marta Sveinsdóttir, Akureyringum listaverkið "Harpa bænarinnar" eftir Ásmund Sveinsson, myndhöggvara.

"Ég er nóg" virðist auðskilin staðhæfing þótt hún sé margbrotin. Hana má skilja sem yfirlýsingu um friðhelgi mannlegrar reisnar enda er það inntak mannréttinda, að hver einasta manneskja hafi sitt gildi og allir eigi "rétt til lífs, frelsis og mannhelgi" eins og það er orðað í Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna.

Í fjölmiðlum og á netinu hafa orðið allnokkrar umræður um áramótaskaupið á RÚV eins og venjan er um þetta leyti árs. Eru skiptar skoðanir um ágæti þess og umræðan um þennan sjónvarpsþátt oft mjög lífleg. Það sýnir að þjóðinni er ekki sama um hvernig til tekst með skaupið enda er á mörgum heimilum fastur liður í dagskrá gamlárskvölds að fjölskyldan...