Lífið og tilveran
 

Einhverja albestu máltíð lífs míns fékk ég á veitingastaðnum Da Baffone í Umbriahéraði á Ítalíu. Ég kom þangað fyrir mörgum árum með nokkrum göngufélögum, ítölskum og hollenskum. Við gengum yfir fjöllin frá nágrannahéraðinu Marche í miklum svækjuhita. Ég var bæði þyrstur og svangur þegar veitingastaðurinn birtist í skógarjaðrinum. Engin önnur...

Ég skrifa pistla á óæðri enda hins akureysk-húsvíska Vikublaðs. Hér er sá nýjasti. Hann er í bundnu máli og ég birti hann hér í þeirri von að hann verði sem fyrst frekar sagnfræði en lýsing á viðblasandi veruleika.

Tengdafaðir minn, Björn Daníelsson, lést 27. september síðastliðinn. Samleið okkar var orðin löng. Ég var á táningsaldri þegar leiðir okkar lágu saman. Betri tengdaföður hefði ég ekki getað eignast. Hann var hlýr maður og bjartur, skemmtilegur, frábær sögumaður, greindur og margfróður, gestrisinn með afbrigðum og veitull á góð ráð. Útför hans var...

Blaðagrein sem birtist í Fréttablaðinu fyrir síðustu jól hafði að geyma ýmis úrræði fyrir syrgjendur. Þau voru skynsamleg og hafa án efa komið sér vel fyrir þau sem halda jól í skugga sorgar. Fyrirsögnin var þó ef til vill ekki alveg í takti við efnið, "Góð ráð gegn sorg um jólin", og gat gefið til kynna, að í...

Í fyrrasumar gekk ég af Staðarheiðinni niður í Grunnavík í Jökulfjörðum. Kirkjan á Stað var fyrsta húsið sem mætti mér. Þar stóð hún undir djúpbláum himni og horfði út á heiðblátt Djúpið. Auðsýnilega naut hún góðrar umhirðu og umhyggju þótt ekki hafi hún verið sóknarkirkja síðustu rúmu hálfu öldina.

Ég skil ekki alveg hvaða voði steðjar að þótt ekki sé hægt að kaupa lambahryggi í hverri einustu verslun á Íslandi nokkrar vikur á árinu.

Í Mauritshuis í Den Haag er eitt af frægari málverkum hollenskrar myndlistar, Stúlkan með perlueyrnalokkinn eftir Johannes Vermeer (1632 - 1675).

Konan mín settist á móti mér og horfði á mig tárvotum augum. Bænin var sögð svo lágum rómi að hún hljómaði sem skipun:

Nýverið fann ég til í lærinu og fór til læknis. Hann skoðaði umræddan líkamshluta en fann ekkert athugavert svo ég blimskakkaði á hann augum og spurði hvort ekki gæti hugsanlega verið um ofþjálfun að ræða.

Konan mín er alltaf að týna bíllyklunum sínum. Þess vegna gaf ég henni einu sinni í jólagjöf lyklakippu sem hægt er að forrita þannig, að hún þekkir rödd eigandans og svarar þá með klingjandi bjölluhljómi.