Lífið og tilveran
 

Fyrir nokkrum dögum flutti Ríkisútvarpið landsmönnum þau sorgartíðindi að Rannsóknarsetur verslunarinnar ætlaði ekki að velja jólagjöf ársins eins og það hefur gert undanfarin ár. Síðast urðu þráðlausir hátalarar fyrir valinu.

Mörg undanfarin ár hef ég stundað líkamsræktarstöð hér í bæ, hlaupið á brettum og lyft lóðum eða jafnvel tekið harðaspretti á brettunum með lóðin í orrustunum við aukakílóin alræmdu.

Nýlega hitti ég mann og við áttum alveg einstaklega skemmtilegt spjall um tónlist. Það hófst með því að ég sagði honum frá miklum dásemdartónleikum á Græna hattinum sem ég var nýbúinn að vera á. Þar spilaði hljómsveitin Dúndurfréttir lög með Led Zeppelin sem er eitt af mínum uppáhaldsböndum.