Jólakveðja 2021
12/16/2021

Jólin eiga margt sem manninn gleður,
mislit ljós sem signa vetrarhúmið,
yl sem getur mildað verstu veður,
verðmæti sem metta tómarúmið.
Jólin sínum gleðiklukkum klingja,
kveða ljóð sem sefa harm og ótta,
björtum röddum vonarsöngva syngja,
sólskinslög í drunga kaldra nótta.
Jólin eru gjöf úr handanheimi,
hátíðleiki minnstu veislufanga,
leiðarstjarna skær í skuggans geimi,
skin af kerti lagt á barnsins vanga.