Við jötu þína, Jesús

12/21/2019



Við jötu þína, Jesús,

ég játa mína trú

á þig sem forðum fæddist

og frelsar hér og nú.

Í þínum opnu augum

er undursamleg þrá

um nokkuð miklu meira

en mannlegt hjarta á.


Þitt hold er bróðir blómsins,

þitt bros er systir mín.

Þú þarfnast móðurmildi

því mennsk er vera þín

en þó ert þú frá himni

og þú ert sjálfur Guð

og öll þín ár á jörðu

af englum vegsömuð.


Ég ljós á kerti kveiki

og kyrri mína sál.

Ég horfi út í húmið

og heyri englamál.

Ég skynja miklu meira

en mannsins auga sér:

sú gjöf sem jatan geymir

er Guð að játast mér.


Gleðilega jólahátíð, kæru vinir!


(Myndin er úr einum kórglugga Akureyrarkirkju)