Trú og menning
 

Dolce far niente nota Ítalir um þá list að kunna að gera ekki neitt án þess að skammast sín fyrir það. Hið ljúfa iðjuleysi þykir kannski skrýtin dyggð í löndum þar sem vinnusemi er í miklum metum en letin talin þjóðarmein.

Skírnarfontur Akureyrarkirkju er einn merkasti gripur í hennar eigu. Hann er nákvæm eftirmynd skírnarengils Bertels Thorvaldsens í Frúarkirkju í Kaupmannahöfn. Bertel eða Albert Thorvaldsen (1770 - 1844) var virtasti myndhöggvari Danmerkur og þjóðhetja en hann starfaði um árabil í Róm. Nokkrar eftirmyndir eru til af frummynd Thorvaldsens af...

Nú í vikunni las ég frétt um frægt fólk í íslenskum fjölmiðli þar sem sagt var frá því að fræga fólkið hefði skemmt sér í afmæli frægrar konu suður á Ítalíu. Ég kannaðist ekki við afmælisbarnið og ekki nema örfáa af þeim frægu afmælisgestum sem taldir voru upp í fréttinni. Mikið þjóðþrifaverk vinna blaðamenn landsins með því að halda almúganum...

Kvödd hús

05/30/2021

Laugardagurinn 29. maí var dagur mikilla tímamóta. Hann hófst með héraðsfundi Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmis í Laugaborg í Eyjafjarðarsveit. Fundurinn samþykkti að hætta rekstri kirkjumiðstöðvarinnar á Vestmannsvatni. Verður landinu skilað til þeirra sem gáfu það kirkjunni á sínum tíma og fasteignirnar afhentar sömu aðilum endurgjaldslaust....

Bandaríski mannfræðingurinn Margaret Mead (1901-1978) var fumkvöðull í sínu fagi.

Í dag var jarðsungin frá Akureyrarkirkju Ragnheiður Aðalgunnur Kristinsdóttir, fædd árið 1929 í Jökulsárhlíð. Hún vann um árabil á sambýlum fatlaðra hér í bæ. Ragnheiður og eiginmaður hennar, Anton Kristinn Jónsson, eignuðust fimm börn, Reyni Heiðar, Jónu Kristínu, Ragnheiði, Arndísi og Börk.

Fáir staðir eru mér kærari en kirkjugarðurinn á Naustahöfða. Þar hef ég átt ótalmargar kveðjustundir með syrgjendum. Sjálfur á ég ástvini sem hvíla í garðinum. Ungur var ég iðulega með afa mínum og nafna, Alfreð Jónssyni, í kartöflugörðunum hans í brattri brekkunni rétt neðan við kirkjugarðinn, að stinga upp, setja niður, reyta arfa eða taka upp....

Á jólasíðu Júlla (julli.is) fann ég skemmtilegar minningar Önnu Jóhannsdóttur, ömmu konunnar minnar. Anna, sem var yngst sex systkina, ólst upp í Brekkukoti í Svarfaðardal. Árið 1986 rifjaði hún upp bernskujólin sín í viðtali sem birtist í Bæjarpóstinum á Dalvík.

"Kirkjustæðið á Akureyri er hið fegursta, sem ég hefi séð, bæði hérlendis og erlendis. Kirkjan stendur á háhöfðanum og gnæfir yfir allan bæinn, og sést langt utan af Eyjafirði."

Navid Kermani er þýskur rithöfundur, hugsuður og fræðimaður. Hann er af írönsku bergi brotinn, trúaður múslimi en alinn upp í borginni Siegen innan um kristna prótestanta. Margoft hefur Kermani unnið til viðurkenninga fyrir ritstörf sín, fræðimennsku og framlag sitt til samræðunnar á milli kristni og íslam.