Bænin
Það er notalegt að vita af því að einhver hugsi til manns. Sé fjarlægur vinur í vanda er líka gott að geta þó að minnsta kosti sent honum hlýja strauma. Þetta skynjum við skýrt í samkomu- og heimsóknabanni. Þegar handabönd, faðmlög og kossar eru forboðin snertumst við með fallegum hugsunum og fyrirbænum.