Trú og menning
 

Bænin

05/18/2020

Það er notalegt að vita af því að einhver hugsi til manns. Sé fjarlægur vinur í vanda er líka gott að geta þó að minnsta kosti sent honum hlýja strauma. Þetta skynjum við skýrt í samkomu- og heimsóknabanni. Þegar handabönd, faðmlög og kossar eru forboðin snertumst við með fallegum hugsunum og fyrirbænum.

Fórnin

04/13/2020

Í fréttum síðustu daga og vikna hefur komið fram hversu gífurlega og erfiða vinnu heibrigðisstéttir hafa lagt á sig í kórónafaraldrinum. Margir hafa unnið myrkranna á milli og stofnað heilsu sinni og jafnvel lífi í hættu. Ekki einungis þau sem eru í fremstu víglínu hafa þurft að leggja hart að sér. Fleiri starfsstéttir hafa unnið baki brotnu og...

Þann 1. desember árið 1902 kom út 3. tölublað 1. árgangs bæjarblaðsins Gjallarhorns á Akureyri. Efnið var fjölbreytt þótt ekki væri það nema fjórar síður: þar var rituð innblásin grein gegn hvalveiðum, sagt frá húsbruna á Húsavík og boðuð frumsýning leikfélags staðarins á verkinu Drengurinn minn. "Margir af leikendunum er sagt að muni leika mjög...

Mannlýsingar fyrri tíma eru margar hverjar settar saman af mikilli hugkvæmni, smekkvísi og andagift. Iðulega er ýmislegt þar á milli lína og því fleira sagt en í letur er fært. Gætum við sem höfum atvinnu af því að rita eftirmæli um fólk margt lært af þessum gömlu rithöfundum. Fátt geri ég skemmtilegra en að lesa vel samdar lýsingar á manneskjum....

Á degi kirkjutónlistarinnar sótti ég tónleika eyfirskra kirkjukóra í Akureyrarkirkju. Þar fluttu kórar úr firðinum tónlist sína. Mikinn fjársjóð eigum við Eyfirðingar í öllu þessu áhugasama kórfólki og hinum frábæru stjórnendum þess. Sá fjársjóður er ekki bara mikilvægur kirkju- og trúarlífi hér á svæðinu heldur ómetanlegt framlag til...

Menningararfur okkar heimshluta er fullur af tilvísunum í Biblíuna og kristna trú. Börn sem ekkert læra um þann veigamikla hluta vestrænna menningar kunna ekki að lesa menningu sína og skilja ekki stóran hluta bókmennta hennar, tónlistar, leiklistar og myndlistar. Þegar tekin er þegjandi ákvörðun um að hætta fræðslu um kristni í íslenska...

Kulnun í starfi og sjúkleg streita eru vaxandi vandamál á Íslandi. Heilsubrestur vegna álags virðist algengari en áður. Kulnun herjar helst á þau sem vinna við að annast annað fólk með einhverjum hætti og getur lýst sér í tilfinningarlegri örmögnun, skertri starfsgetu og minnkandi samkennd með skjólstæðingum. Kulnun bitnar á starfsfólki sem fyrir...

Alberico Gentili var 16. aldar ítalskur lögfræðingur. Hann tilheyrði hreyfingu mótmælenda sem sætti grimmilegum ofsóknum í rammkaþólsku landi. Gentili neyddist því til að flýja heimaland sitt eins og mörg önnur trúsystkini hans. Hann flæmdist upp eftir Evrópu og endaði í Oxford á Englandi þar sem hann varð háskólaprófessor í lögum. Alberico Gentili...